Bestun á sjálfbærri nýtingu lághita jarðvarmasvæða

Mánudaginn 11. nóvember, kl. 16:00 mun Silja Rán Sigurðardóttir halda
fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands um bestun á sjálfbærri
nýtingu lághita jarðvarmasvæða. Silja Rán mun segja frá notkun
bestunarlíkana þar sem einfalt forðafræðilíkan er tengt beint við
rekstrar-bestunar líkan sem nota má til að ákvarða hagkvæmustu vinnslu
lághita jarðvarmasvæða og skoða áhrif breytinga á ýmsum forsendum. Silja
Rán varði nýlega doktorsritgerð sína við Tækni og verkfræðideild Háskólans
í Reykjavík og byggir fyrirlesturinn á niðurstöðum rannsókna hennar og
mögulegri hagnýtingu á þeim. Nánari lýsingu á erindinu er að finna hér að
neðan.

Staður: Stofa V110, Háskólinn í Reykjavík
Tími: Mánudagurinn 11. nóvember, 2013, kl. 16:00-16:45.

Kaffiveitingar.

Allir velkomnir,
Stjórn ARFÍ

Útdráttur:
Lághita jarðvarmasvæði eru auðlindir sem gera það kleift að heitt vatn sé
nýtt til húshitunar fyrir heimili eða margskonar atvinnustarfsemi.
Jarðvarmi er talin vera endurnýjanleg auðlind sem komandi kynslóðir munu
geta nýtt sér að því tilskildu að sjálfbær framleiðsla sé höfð að
leiðarljósi. Markmiðið með þessu verkefni er að komast að því hvort hægt
sé að besta sjálfbæra nýtingu á slíkri auðlind.

Ein leið til að útfæra slíka bestun er að tengja forðafræðilíkan beint við
rekstrar-bestunar líkan (e.operational optimization). Slíkt líkan er hægt
að nota til að herma þrýstingsbreytingar í lágvarma jarðhitageymi (e. low
temperature reservoir) með tilliti til framleiðslugetu. Taka má fyrir
tilfelli þar sem hagnaður er bestaður þar sem mikilvægar breytur sem nota
má til að reikna hagnað eru meðal annars, framleiðslustig, vatnshæð
(niðurdráttur) og framleiðslugeta. Þegar bestað er yfir tímabil með
undirliggjandi breytilegri skorðu er oft talað um hreyfina bestun
(e.dynamic optimization). Þetta vandamál er í eðli sínu blendin ólínuleg
hreyfin bestun (e. mixed integer non-linear dynamic optmization) oft
kallað blendin hreyfin bestun (e.mixed integer dynamic optimization).
Þrjár lausnaraðferðir eru ræddar, prófaðar og bornar saman. Að lokum er
mismunandi markföllum beitt til að besta nýtingu jarðvarmakerfa og margs
konar tilvik eru skoðuð miðað við að eftirspurn sem byggð er á sögulegum
gögnum aukist á árs grundvelli.

Um Silju Rán:
Dr. Silja Rán Sigurðardóttir er fædd 7. febrúar 1982 í Reykjavík og
útskrifaðist með stúdentspróf af eðilisfræðibraut frá Menntaskólanum við
Sund vorið 2002. Hún lauk BSc-prófi í iðnaðarverkfræði með áherslu á
aðgerðargreiningu árið 2005 og mastersprófi í stærðfræðilegri
fjármálaverfræði frá University of London, Birkbeck College árið 2008.
Silja hefur meðal annars unnið sem sérfræðingur í útlánaáhættu hjá
Kaupþingi, auk þess sem hún hefur sinnt ýmsum kennslustörfum við HR.

Niðurstaða í samkeppni um meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna

Miðvikudaginn 16. október verða afhent verðlaun í samkeppni Aðgerðarannsóknafélags Íslands (ARFÍ) um bestu meistaraprófsritgerðina á sviði aðgerðarannsókna. Icelandair styrkir samkeppnina með því að gefa vegleg verðlaun fyrir bestu ritgerðina.

Alls bárust átta ritgerðir í samkeppnina, en höfundar þeirra og heiti voru þessi:
• Bryndís Alexandersdóttir. Kvik kerfislíkön: Meðferðir við lyndis- og kvíðaröskunum.
• Einar Geirsson. Rollout Algorithms for Job-Shop Scheduling.
• Emilía Huong Xuan Nguyen. Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market.
• Guðlaug Jökulsdóttir. The Impact of Demographics on Future Blood Supply and Demand in Iceland.
• Guðríður Lilla Sigurðardóttir. Near-Optimal Staff Scheduling Using a Mixed Integer Model.
• Hörður Ingi Björnsson. Experimental Analysis of Throughput Maximization for Combinatorial Spectrum Auctions.
• Jón Kolbeinn Guðjónsson. Using Simulation to Predict Performance of Salmon Portioning Line.
• Rannveig Guðmundsdóttir. Production Scheduling in a Campaign Based Flexible Flow Shop.

Dómnefnd var skipuð einstaklingum sem hafa mikla þekkingu á fræðilegri og hagnýtri hlið aðgerðarannsókna. Í dómnefnd sátu: Þorkell Helgason fyrrverandi prófessor í reiknifræði við Háskóla Íslands og orkumálastjóri, Kristín Friðgeirsdóttir dósent í aðgerðarannsóknum við London Business School og Sigurður Óli Gestsson stofnandi Rhino-Aviation. Að mati dómnefndar voru allar ritgerðirnar áhugaverðar og sýna mikla grósku á sviði aðgerðarrannsókna á Íslandi. Dómnefndin átti því úr vöndu að ráða en varð engu að síður ásátt um að verðlaunin í samkeppninni hljóti Einar Geirsson fyrir ritgerð hans “Rollout Algorithms for Job-Shop Scheduling”.

Viðfangsefni höfundar snýst um verkniðurröðun sem felst í því að finna bestu eða a.m.k. góða lausn á því hvernig raða eigi niður verkefnum sem kalla á margar mismunandi vinnustöðvar. Vandinn við að finna slíka lausn er sá aragrúi af lausnum sem til greina koma. Höfundur nefnir dæmi um 20 verkefni sem þarf að vinna á 10 mismunandi vinnustöðvum hvert. Þótt dæmið virðist lítið má raða verkefnunum niður á fleiri vegu en nemur aldri alheimsins mældum í míkrósekúndum. Það er því augljóst að ekki er auðvelt að finna bestu lausnina. Höfundur þróar nýjar aðferðir til lausnar á niðurröðunarvandanum og reiknirit sem hann býr til í þessu skyni grundvallast á slembinni leit. Þessu má líkja við skáktölvu sem kannar af handahófi eftir skipulögðum leiðum nokkra mismunandi leiki fram í tímann og nýtir þá vitneskju til að velja næsta leik með hugvitssömum hætti. Reiknirit höfundar geta nýst almennt við verkröðunarvandamál, en margar aðrar aðferðir þarf að laga að hverju viðfangsefni fyrir sig.

Að mati dómnefndar er ritgerðin áhugaverð út frá hagnýtu sem og fræðilegu sjónarmiði. Hún er læsileg og vel framsett. Að mati dómnefndar er höfundurinn vel að verðlaununum kominn.

Verðlaun í samkeppninni verða eins og áður segir afhent á opnum fundi Aðgerðarannsóknafélags Íslands miðvikudaginn 16. október kl 16:00 í stofu 258 í VRII þar sem vinningshafinn mun kynna nánar verkefni sitt.

Allir velkomnir.
Stjórn ARFÍ

Ráðstefna um aðgerðarannsóknir í Barcelona

Eftirfarandi tilkynning hefur borist félaginu um stóra ráðstefnu í Barcelona næsta sumar:

Announcement and Call for Papers
We invite you to participate in the IFORS 2014 Conference and to submit an abstract The IFORS 2014 Triennial Conference will be held in Barcelona, Spain, July 13-18 2014. It will bring
operational researchers from around the globe together.
Barcelona is a dynamic, open, and inviting city, in the Mediterranean coast of Spain, which displays the characteristics of major Mediterranean cities and inherits a millenarian tradition in science, art and commerce. The venue is Barcelona International Convention Center, which was built for Barcelona’s International Cultural Forum in 2002 and counts with all the facilities to host major conferences.
The Conference Organizing and Program Committees together represent many countries from all five continents, bringing the research, applications and perspectives of their areas to this international forum. We are working to prepare an attractive scientific program covering the full spectrum of topics in our field, with a diverse and high quality number of participants sharing their knowledge and experience of operational research.
All attendees, including speakers and session chairs, must register and pay the registration fee. If you need an early confirmation for visa or budgetary reasons, please contact info@ifors2014.org. For all other aspects, please contact the conference secretariat ifors2014@pacifico-meetings.com.
We invite you to learn, enjoy, and be part of the great IFORS community by participating in IFORS 2014. Organize a session, give a talk and experience this great city!

Samkeppni um meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna

Aðgerðarannsóknafélag Íslands (ARFÍ) kynnir opna samkeppni um bestu meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna. Icelandair styrkir samkeppnina með því að gefa verðlaun fyrir bestu ritgerðina.

Aðgerðarannsóknafélag Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Markmið félagsins er að efla og stuðla að aukinni þekkingu og notkun á reiknilíkönum við lausn verkefna. Aðgerðarannsóknir er víðtækt svið sem hægt er að nýta á mörgum stöðum í atvinnulífinu. Aðgerðarannsóknir eru notaðar í íslenskum sjávarútvegi, við innkaup og birgðastýringu í fjölda fyrirtækja, við áætlunargerð í lyfjaframleiðslu og við verkniðurröðun í álverum, svo dæmi séu nefnd. Icelandair eru meðal þeirra sem hafa notað aðferðir aðgerðarannsókna með góðum árangri.

Allar meistaraprófsritgerðir sem snerta á einhvern hátt þær aðferðir sem notaðar eru í aðgerðarannsóknum eru gjaldgengar til þáttöku. Þær aðferðir sem hér um ræðir eru til að mynda bestun, hermun, leitaralgrími, ákvarðanatökuaðferðir, gagnanám og fleira. Verðlaunahafi mun kynna ritgerð sína á opnum fundi ARFÍ eftir að úrslit hafa verið kynnt.

1. verðlaun: Flugmiðar fyrir tvo með Icelandair til áfangastaðar að eigin vali í Evrópu.

Dómnefnd, skipuð óháðum aðilum, mun velja bestu ritgerðina þar sem tekið er tillit til nýnæmis og gæða útfrá sjónarhorni fræða og hagnýtingar.

Frestur til að senda inn ritgerðir verður 15. júní og úrslit kynnt eigi síðar en 15. september. Skila skal ritgerðum á pdf formi á netfangið: adgerdarannsoknafelagislands@gmail.com

Sumarskóli samtaka aðgerðarannsóknafélaga

Hérna kemur tilkynning frá IFORS um sumarskóla samtaka aðgerðarannsóknafélaga:

Search for the XVII ELAVIO Summer Institute IFORS Fellow Is On

IFORS is pleased to announce its sponsorship of a participant to join the Summer School organized under the auspices of the Latin American Association of Operations Research Societies Summer School for Young Scholars (ELAVIO). The XVII ELAVIO Summer Institute will be held in Valencia (SPAIN) from 8th to 12th September, 2013.

Sponsored by ALIO (Latin American Association of Operations Research Societies) and IFORS (International Federation of Operations Research Societies), the School is organized this year by UNIVERSITAT POLITECNICA DE VALENCIA and will include mini-courses and tutorials, discussion panels, and conferences on advanced topics of research interest. The participants will have the opportunity of presenting their work.

The areas to be covered are (but not limited to): Optimization Multiobjective and Multicriteria, Heuristics and Metaheuristics, Mathematical Programming, Fuzzy Logic, Decision Support Systems, Artificial Intelligence, Simulation, Networks, Logistics.

IFORS will cover participant’s airfare from his/her country (subject to a maximum limit) while ELAVIO organizers will provide living expenses during the school. IFORS requires that the applicant: Must have done work in the field of Optimization, Multiobjective and multicriteria, Heuristics and Metaheuristics, Mathematical Programming, Fuzzy Logic, Decision Support Systems, Artificial Intelligence, Simulation, Networks, Logistics; Is at the early stage of career; Can present unpublished work and answer questions in English; Be highly recommended by the adviser/supervisor of the work; Agrees to file a report on the outcome of the activity and its benefits.

Those satisfying the requirements are enjoined to submit their curriculum vitae, a two-page abstract of the work to be presented, and a recommendation by the
adviser on or BEFORE April 15th 2013 to the IFORS Vice President for ALIO Lorena Pradenas, lpradena@udec.cl. The selected applicant will be notified by May 13th 2013.  Candidates from developing countries will have an advantage in the selection.

For more info, please visit http://ifors.org/web/call-for-ifors-elavio-2013-scholar/

Reiknirit fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum

þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 16:15 mun Magnús M. Halldórsson halda fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands. Magnús er prófessor í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Í fyrirlestrinum mun Magnús segja frá afar áhugaverðum rannsóknum á reikniritum fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum. Einnig mun hann segja frá umfangsmiklum tilraunum sem verið er að framkvæma með fjarskiptabúnaði til að prófa reikniritin. Nánari lýsingu á erindinu er að finna hér að neðan.

Staður:   Stofa V109, Háskólinn í Reykjavík

Tími:       Þriðjudagurinn 5. febrúar, 2013, kl. 16:15-17:00.

Kaffiveitingar.

Allir velkomnir, Stjórn ARFÍ

 

Titill: Reiknirit fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum

Útdráttur:  Kynntar verða rannsóknir á reikniritum fyrir þráðlaus net, sér í lagi fyrir svokölluð ‘ad-hoc’ og skynjaranet, sem fjármagnaðar eru af öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði.  Rannsóknirnar eru annars vegar fræðilegar, þar sem leitast er við að þróa skilvirk reiknirit með gæðatryggingu, og hins vegar hagnýttar, með tilraunum bæði með hermun og í ‘testbed’.  Sett hefur verið upp net með um 100 skynjaranóðum í kjallara HR, og umfangsmiklar tilraunir hafnar.  Eitt aðalmarkmiðið er að bæta líkön fyrir þráðlausar tengingar og fyrir truflanir vegan annarra samskipta, þannig að náð sé yfir þær flóknu samverkanir sem sjást í raunverulegum kerfum, en hafa á sama tíma þá almennu eiginleika sem gera kleift að þróa öflug reiknirit fyrir samskiptanet framtíðarinnar. Að rannsóknunum stendur stór hópur kennara, nemenda, og nýdoktora við Tölvunarfræði- og Tækni og verkfræðideildir Háskólans í Reykjavík, ásamt samstarfsaðilum við ETH Zurich og TU Aachen. Sjá alnet.ru.is og syslab.ru.is.

Aðalfundur ARFÍ

Aðalfundur ARFÍ var haldinn 17. desember síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og að þeim loknum hélt einn stjórnarmeðlima, Eva Hlín Dereksdóttir, erindi um stjórnun vöruhúsa.

Ársskýrsla
Ársskýrsla formanns og gjaldkera fyrir árið 2007 var kynnt. Uppgjörið var ekki samþykkt vegna villa sem fundust í því og verður endurskoðað uppgjör borið undir stjórn á næsta stjórnarfundi sem er á dagskrá í byrjun janúar.

Stjórnarkjör
Breytingar urðu á stjórn félagsins. Thomas Philip og Eva Hlín gáfu ekki lengur kost á sér og í stað þeirra voru Sylvía K. Ólafsdóttir og Arinbjörn Ólafsson kosin. Ný stjórn mun ákvarða nánari verkaskiptingu á fyrsta fundi sínum. Endurskoðunarmaður reikninga var kosinn Eva Hlín Dereksdóttir.

Félagsgjöld
Ákveðið var að rukka ekki félagsgjöld fyrir árið 2008 í ljósi góðrar fjárhagsstöðu félagsins í kjölfar vel heppnaðrar EURO ráðstefnu og einnig í ljósi erfiðs ástands í þjóðfélaginu. Einnig var rædd tillaga frá Snjólfi Ólafssyni þess efnis að ARFÍ styrki gott málefni í ljós efnahagsástandsins í þjóðfélaginu. Fundarmönnum leist vel á erindi Snjólfs. Samstaða var um að verja hluta af sjóðseign ARFÍ í gott málefni og bar þar hæst tvær hugmyndir:
a) Gefa peninga til góðgerðarfélags
b) Auglýsa hóflegan námsstyrk/viðurkenningu sem veittur er árlega til einstaklings sem hyggst stunda framhaldsnám í aðgerðarannsóknum
Stjórn var gefið umboð til að taka ákvörðun um hvor leiðin væri valin og koma hugmyndinni í framkvæmd.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Eva Hlín Dereksdóttir erindi um stjórnun vöruhúsa. Erindið mál nálgast hér.

Fyrirlestrar aðgengilegir á heimasíðunni

Félagið stefnir að því að sem flestir fyrirlestrar verði aðgengilegir á heimasíðunni. Félagsmenn geta þá nálgast upplýsingar um fyrirlesturinn og þeir sem ekki komast á fundina geta þá einnig kynnt sér efni þeirra. Fyrirlesturinn sem Eyjólfur hélt í mars mánuði má hlaða niður hér. Skjalið er tæplega 1 MB.

Fyrirlestur á morgun

Miðvikudaginn 25. apríl verður fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands þar sem Agni Ásgeirsson mun fjalla um módelsmíð í bankageiranum út af Basel II reglum.

“Basel II” heita nýjar alþjóðareglur um lágmarks eiginfjárbindingu banka. Þær opna fyrir þann möguleika að bankar noti eigin áhættumódel í útreikningi á lágmarks eiginfjárbindingu. Á fundinum mun Agni fjalla um helstu Basel II reglur og þau reiknimódel sem nota má til að uppfylla þær. Agni er með M.S. í Aðgerðarannsóknum og Iðnaðarverkfræði frá Cornell University og starfar sem sérfræðingur hjá Áhættustýringu Kaupþings.

Staður: Tæknigarður, salur inn af kaffistofu.
Tími: Miðvikudagur, 25. apríl 2007, kl. 16.30 – 17.30.