Framtíðarsýn vörustjórnunarkennslu á Íslandi

  • You are here: » Uncategorized » Framtíðarsýn vörustjórnunarkennslu á Íslandi

Fimmtudaginn 15. desember mun Vörustjórnunarfélag Íslands bjóða til heimsóknar í Háskóla Reykjavíkur og stjórnendur þar ætla að vera með kynningu á námi í “Tækni og verkfræðideild” sem og “Viðskiptadeild”.

Eins og flestir vita sameinuðust Tækniháskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur fyrr á þessu ári og í kjölfarið hafa nokkrar námsbrautir tekið nokkrum breytingum. Meðal annars hefur Vörustjórnun, í því formi sem hún var kennd í Tækniháskóla Íslands, tekið töluverðum breytingum og er heiti kynningarinnar sem stjórnendur skólans halda: “Framtíðarsýn vörustjórnunarkennslu á Íslandi”

Kynningin hefst kl 16:30 og stendur til 17:30
Mæting í anddyri skólans við Ofanleiti 2

Allir velkomnir