Samkeppni um meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna

  • You are here: » Uncategorized » Samkeppni um meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna

Aðgerðarannsóknafélag Íslands (ARFÍ) kynnir opna samkeppni um bestu meistaraprófsritgerð á sviði aðgerðarannsókna. Icelandair styrkir samkeppnina með því að gefa verðlaun fyrir bestu ritgerðina.

Aðgerðarannsóknafélag Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Markmið félagsins er að efla og stuðla að aukinni þekkingu og notkun á reiknilíkönum við lausn verkefna. Aðgerðarannsóknir er víðtækt svið sem hægt er að nýta á mörgum stöðum í atvinnulífinu. Aðgerðarannsóknir eru notaðar í íslenskum sjávarútvegi, við innkaup og birgðastýringu í fjölda fyrirtækja, við áætlunargerð í lyfjaframleiðslu og við verkniðurröðun í álverum, svo dæmi séu nefnd. Icelandair eru meðal þeirra sem hafa notað aðferðir aðgerðarannsókna með góðum árangri.

Allar meistaraprófsritgerðir sem snerta á einhvern hátt þær aðferðir sem notaðar eru í aðgerðarannsóknum eru gjaldgengar til þáttöku. Þær aðferðir sem hér um ræðir eru til að mynda bestun, hermun, leitaralgrími, ákvarðanatökuaðferðir, gagnanám og fleira. Verðlaunahafi mun kynna ritgerð sína á opnum fundi ARFÍ eftir að úrslit hafa verið kynnt.

1. verðlaun: Flugmiðar fyrir tvo með Icelandair til áfangastaðar að eigin vali í Evrópu.

Dómnefnd, skipuð óháðum aðilum, mun velja bestu ritgerðina þar sem tekið er tillit til nýnæmis og gæða útfrá sjónarhorni fræða og hagnýtingar.

Frestur til að senda inn ritgerðir verður 15. júní og úrslit kynnt eigi síðar en 15. september. Skila skal ritgerðum á pdf formi á netfangið: adgerdarannsoknafelagislands@gmail.com