Reiknirit fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum

  • You are here: » Uncategorized » Reiknirit fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum

þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 16:15 mun Magnús M. Halldórsson halda fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands. Magnús er prófessor í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Í fyrirlestrinum mun Magnús segja frá afar áhugaverðum rannsóknum á reikniritum fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum. Einnig mun hann segja frá umfangsmiklum tilraunum sem verið er að framkvæma með fjarskiptabúnaði til að prófa reikniritin. Nánari lýsingu á erindinu er að finna hér að neðan.

Staður:   Stofa V109, Háskólinn í Reykjavík

Tími:       Þriðjudagurinn 5. febrúar, 2013, kl. 16:15-17:00.

Kaffiveitingar.

Allir velkomnir, Stjórn ARFÍ

 

Titill: Reiknirit fyrir bestun samskipta í þráðlausum netum

Útdráttur:  Kynntar verða rannsóknir á reikniritum fyrir þráðlaus net, sér í lagi fyrir svokölluð ‘ad-hoc’ og skynjaranet, sem fjármagnaðar eru af öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði.  Rannsóknirnar eru annars vegar fræðilegar, þar sem leitast er við að þróa skilvirk reiknirit með gæðatryggingu, og hins vegar hagnýttar, með tilraunum bæði með hermun og í ‘testbed’.  Sett hefur verið upp net með um 100 skynjaranóðum í kjallara HR, og umfangsmiklar tilraunir hafnar.  Eitt aðalmarkmiðið er að bæta líkön fyrir þráðlausar tengingar og fyrir truflanir vegan annarra samskipta, þannig að náð sé yfir þær flóknu samverkanir sem sjást í raunverulegum kerfum, en hafa á sama tíma þá almennu eiginleika sem gera kleift að þróa öflug reiknirit fyrir samskiptanet framtíðarinnar. Að rannsóknunum stendur stór hópur kennara, nemenda, og nýdoktora við Tölvunarfræði- og Tækni og verkfræðideildir Háskólans í Reykjavík, ásamt samstarfsaðilum við ETH Zurich og TU Aachen. Sjá alnet.ru.is og syslab.ru.is.