Aðalfundur ARFÍ

Aðalfundur ARFÍ var haldinn 17. desember síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og að þeim loknum hélt einn stjórnarmeðlima, Eva Hlín Dereksdóttir, erindi um stjórnun vöruhúsa.

Ársskýrsla
Ársskýrsla formanns og gjaldkera fyrir árið 2007 var kynnt. Uppgjörið var ekki samþykkt vegna villa sem fundust í því og verður endurskoðað uppgjör borið undir stjórn á næsta stjórnarfundi sem er á dagskrá í byrjun janúar.

Stjórnarkjör
Breytingar urðu á stjórn félagsins. Thomas Philip og Eva Hlín gáfu ekki lengur kost á sér og í stað þeirra voru Sylvía K. Ólafsdóttir og Arinbjörn Ólafsson kosin. Ný stjórn mun ákvarða nánari verkaskiptingu á fyrsta fundi sínum. Endurskoðunarmaður reikninga var kosinn Eva Hlín Dereksdóttir.

Félagsgjöld
Ákveðið var að rukka ekki félagsgjöld fyrir árið 2008 í ljósi góðrar fjárhagsstöðu félagsins í kjölfar vel heppnaðrar EURO ráðstefnu og einnig í ljósi erfiðs ástands í þjóðfélaginu. Einnig var rædd tillaga frá Snjólfi Ólafssyni þess efnis að ARFÍ styrki gott málefni í ljós efnahagsástandsins í þjóðfélaginu. Fundarmönnum leist vel á erindi Snjólfs. Samstaða var um að verja hluta af sjóðseign ARFÍ í gott málefni og bar þar hæst tvær hugmyndir:
a) Gefa peninga til góðgerðarfélags
b) Auglýsa hóflegan námsstyrk/viðurkenningu sem veittur er árlega til einstaklings sem hyggst stunda framhaldsnám í aðgerðarannsóknum
Stjórn var gefið umboð til að taka ákvörðun um hvor leiðin væri valin og koma hugmyndinni í framkvæmd.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Eva Hlín Dereksdóttir erindi um stjórnun vöruhúsa. Erindið mál nálgast hér.