Fyrirlestur á morgun

Miðvikudaginn 25. apríl verður fyrirlestur á vegum Aðgerðarannsóknafélags Íslands þar sem Agni Ásgeirsson mun fjalla um módelsmíð í bankageiranum út af Basel II reglum.

“Basel II” heita nýjar alþjóðareglur um lágmarks eiginfjárbindingu banka. Þær opna fyrir þann möguleika að bankar noti eigin áhættumódel í útreikningi á lágmarks eiginfjárbindingu. Á fundinum mun Agni fjalla um helstu Basel II reglur og þau reiknimódel sem nota má til að uppfylla þær. Agni er með M.S. í Aðgerðarannsóknum og Iðnaðarverkfræði frá Cornell University og starfar sem sérfræðingur hjá Áhættustýringu Kaupþings.

Staður: Tæknigarður, salur inn af kaffistofu.
Tími: Miðvikudagur, 25. apríl 2007, kl. 16.30 – 17.30.