Fundur á morgun

Á morgun miðvikudaginn 21. mars mun Eyjólfur Ingi Ásgeirsson halda erindi á vegum ARFÍ. Eyjólfur er að útskrifast með doktorsgráðu frá Columbia University og vinnur sem kennari við Háskólann í Reykjavík og hjá AGR ehf.

Eyjólfur mun kynna verkefni þar sem nálgunarreiknirit og heuristics eru notuð til að smíða áætlanir og skipuleggja stór verkefni. Vandamálið sem Eyjólfur mun kynna á uppruna sinn hjá Pantex verksmiðjunni sem sér um viðhald og eyðingu á kjarnorkuvopnaforða Bandaríkjanna. Markmið verkefnisins er að finna góðar lausnir á erfiðu vandamáli á sem skemmstum tíma.

Boðið veður upp á kaffi og meðlæti.

Staður: Háskólinn í Reykjavík, Kringlan 1 (gamla Morgunblaðshúsið) stofa K5.

Tími: Miðvikudagur, 21. mars 2007, kl. 16:30 – 17:45