Aðalfundur

Aðalfundur ARFÍ var haldinn 2.júní síðastliðinn. Breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem að Hálfdan Gunnarsson gaf ekki kost á sér til frekar stjórnarsetu. Tómas Phillip Rúnarsson, dósent við Véla-og iðnaðarverkfræðiskor var kjörin í stjórn félagsins og Hlynur Stefánsson var kjörin gjaldkeri félagsins.

Tekin var ákvörðun um félagsgjöld. Ákveðið var að hækka félagsgjald fyrirtækja úr 4.500 kr í 5.500 kr. og gjald fyrir aukafélaga úr 1.000 kr.í 1.500 kr. Félagsgjald verður óbreytt fyrir aðra félagsmenn.