EURO 2006

Okkur langar að segja frá því að dagana 3. – 5. júlí 2006 verða vel yfir 1000 manns á ráðstefnu á vegum ARFÍ í Reykjavík. Þetta er ráðstefna samtaka evrópskra aðgerðarannsóknafélaga sem verður núna haldin í fyrsta sinn á Íslandi.

Vefsíða ráðstefnunnar er www.euro2006.org

Mat okkar nú er að það verði um 1400 þátttakendur á ráðstefnunni og að flutt verði 1200-1300 erindi á þessum þremur dögum, en nokkur óvissa er um endanlegan fjölda. Erindi verða samtímis í flestum stofum í 5 byggingum Háskóla Íslands ásamt því að Háskólabíó verður notað fyrir opnunarathöfn, lokaathöfn og “semi-plenary” erindi og hádegismat fá ráðstefnugestir á Hótel Sögu.

Aðgerðarannsóknafélag Íslands (www.arfi.hi.is) stendur fyrir ráðstefnunni, með stuðningi Háskóla Íslands (verkfræðideildar og viðskipta- og hagfræðideildar).

Erindin á ráðstefnunni verða fjölbreytt, bæði fræðileg og hagnýt, og eflaust geta flestir fundið erindi sem eru áhugaverð fyrir þá. Erindunum er raðað í yfir 60 strauma, sem sumir ná yfir alla dagana en aðrir styttri tíma. Reiknað er með að um 30 erindi verði flutt samhliða. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um erindi er velkomið að senda tölvupóst til hlynur.stefansson@ic.ac.uk
Sem dæmi um strauma (með 12 – 40 erindi í hverjum) má nefna:

– Applied Probability
– Behavioural and Experimental Economics
– Combinatorial Optimization
– Computational Biology and Bioinformatics
– Financial Modelling
– Global Optimization: Deterministic and Stochastic Methods
– Long Term Financial Decisions
– Operations Management / Revenue Management
– Optimization in Financial Mathematics
– OR and Strategy
– OR in Health Care
– Transportation

Tímamörk fyrir “early registration” eru 1. apríl, en Íslendingar fá hér með leyfi til að greiða “early registration fee” ef þeir skrá sig fyrir 11. apríl. Við hvetjum því alla til að skoða heimasíðu ráðstefnunnar www.euro2006.org þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig á ráðstefnuna.