Velheppnuð ráðstefna um framleiðslustjórnun

  • You are here: » Uncategorized » Velheppnuð ráðstefna um framleiðslustjórnun

Mjög góð mæting var á ráðstefnu Aðgerðarannsóknafélags Íslands og Vörustjórnunarfélagsins í gær miðvikudaginn 5. apríl 2006. Á ráðstefnunni var fjallað um mismunandi viðfangsefni og aðferðir sem leiðandi íslensk fyrirtæki kljást við og beita við framleiðslustjórnun. Fyrirlesarar voru frá Ölgerðinni, Össur, Actavis og AGR og fundarstjóri frá Strikamerki. Gestir komu frá fjölmörgum fyrirtækjum og einnig úr Háskólum. Þátttakendur voru almennt sammála um að fyrirlestrar hefðu verið áhugaverðir og að tekist hefði vel til í alla staði.