Ráðstefna um framleiðslustjórnun í leiðandi fyrirtækjum

  • You are here: » Uncategorized » Ráðstefna um framleiðslustjórnun í leiðandi fyrirtækjum

Miðvikudaginn 5.apríl boða Aðgerðarannsóknafélag Íslands og Vörustjórnunarfélagið til ráðstefnu. Á ráðstefnunni verður fjallað um mismunandi viðfangsefni og aðferðir sem leiðandi íslensk fyrirtæki kljást við og beita við framleiðslustjórnun.

15:00 – 15:10 Setning og ávarp fundarstjóra
Sigurður Hjalti Kristjánsson, forstöðumaður lausna hjá Strikamerki hf.

15:10 – 15:35 Áætlanaferli frá sölu til framleiðslu hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf.
Valur Ásberg Valsson, áætlanastjóri mun fara yfir heildarferlið í áætlanagerð frá sölu til framleiðslu með áherslu á framleiðsluáætlanir.

15:35 – 16:00 Vörustjórnun og áætlanagerð hjá Össuri hf.
Björn Halldórsson og Helga Guðrún Snjólfsdóttir fjalla um hvernig framleiðslustýring hjá Össuri hefur þróast síðustu ár. Sagt verður frá grunnforsendum VMI (Vendor Managed Inventory) aðferðafræðinnar og reynslu Össurar af umbreytingu frá fyrra fyrirkomulagi framleiðslustýringar yfir í núverandi fyrirkomulag.

16:00 – 16:25 Framleiðsluáætlanagerð hjá Actavis hf.
Árni Hrannar Haraldsson, deildarstjóri áætlanadeildar fjallar um framleiðsluáætlanagerð hjá Actavis Hf. Farið verður í gegnum skipulagningu og stýringu pantana í gegnum framleiðsluferlið.

16:25 – 16:50 Nýr hugbúnaður til áætlanagerðar í framleiðslufyrirtækjum
Hlynur Stefánsson og Haukur Hannesson frá AGR ehf. kynna nýja hugbúnaðarlausn til áætlanagerðar, verkniðurröðunar og birgðastýringar í framleiðslufyrirtækjum sem verið hefur í þróun með samvinnu Actavis hf. undanfarin ár. Hugbúnaðurinn byggir á APS aðferðafræðinni og styður þróaða og sveigjanlega framleiðslustjórnun.

16:50 + Umræður og ráðstefnuslit

Staður: Grand Hótel. Fundarsalurinn Hvammur.
Tími: Miðvikudagurinn 5. apríl kl. 15:00

Verð fyrir félagsmenn: kr. 2.000
Námsmenn: kr. 2.000
Aðrir: kr. 3.900

Skráning á ráðstefnuna fer fram á info@gs1.is