Aðgerðagreining við MIT og rannsóknir á heilbrigðisgögnum (e. claims data)

  • You are here: » Uncategorized » Aðgerðagreining við MIT og rannsóknir á heilbrigðisgögnum (e. claims data)

Miðvikudaginn 4. janúar, 2006, mun Margrét Bjarnadóttir doktorsnemi við MIT halda erindi á vegum ARFÍ.
Erindi Margrétar verður tvíþætt, annars vegar mun hún kynna uppbyggingu meistara og doktorsnáms í aðgerðagreiningu við MIT og hins vegar mun hún kynna rannsóknir sínar á sviði spálíkana byggða á heilbrigðisgögnum (e. claims data).

Í rannsóknum sínum sýnir hún fram á að túlkanlegar tölfræðiaðferðir svo sem flokkanatré og klösun gefi betri spá-niðurstöður en leiðandi hugbúnaður á þessu sviði. Þá mun hún einnig fjalla um aðrar rannsóknarspurningar sem hægt er að svara með þessum gögnum.

Staður: Oddi, Stofa 101
Tími: Miðvikudagur 4. janúar, 2006 kl. 16:30– 18.00.

Allir velkomnir